16.3.2007 | 18:16
Auðlindaákvæði í stjórnarskrá
- við viljum þjóðareign á auðlindum Íslands, þannig að öllu hugsanlegu eignartilkalli annarra aðila sé hafnað og hnekkt í eitt skipti fyrir öll;
- við viljum að nýtingarheimildir hafi áfram óbreytta stöðu, þannig að þær verði ekki háðar beinum eignarrétti heldur verði áfram afturkræfur afnotaréttur;
- við viljum eyða réttaróvissu um þessi málefni.
Fram hefur komið að tveir þriðjungar þjóðarinnar styðja þessi sjónarmið. Stjórnarandstaðan bauð samstarf á fjölmiðlafundi 5. mars sl. og sagði nægan tíma til að ljúka málinu sameiginlega. Tillaga formanna stjórnarflokkanna samrýmist tilboði stjórnarandstöðunnar. Stjórnarflokkarnir lýstu vilja til að ná sátt og almennri samstöðu um málið. Í meðferð málsins hefur komið berlega í ljós að stjórnarandstaðan stendur ekki við orð sín. Stjórnarandstæðingar vilja nota stjórnarskrármálið sem pólitískt bitbein í málþófi. Nú er fullreynt að stjórnarandstaðan hefur gengið á bak orða sinna. Það er ekki markmið stjórnarflokkanna að knýja fram stjórnarskrárbreytingu í stórdeilum. Þess vegna verður nú gengið til afgreiðslu annarra þingmála. Framsóknarmenn leggja enn sem fyrr þunga áherslu á auðlindamálið og harma að afstaða stjórnarandstöðunnar kemur í veg fyrir fullnaðarafgreiðslu málsins á þessu þingi.
Segja stjórnarflokkana hafa ætlað að nota stjórnarandstöðu sem blóraböggul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook