Spennandi flokksþing um helgina

Framsóknarmenn og -konur geta hlakkað til flokksþingsins á Hótel Sögu um helgina.  Fyrir liggur þykkur bunki af drögum að ályktunum sem finna má á www.framsokn.is, margar hverjar mjög spennandi og ljóst að um einhverjar þeirra verður tekist á. 

Ályktanirnar eru nú unnar með nýjum hætti og eru lagðar þannig fram að menn byrja á því að setja sér markmið, skilgreina síðan leiðir til þess að ná markmiðinu og leggja fram tillögur að fyrstu skrefum.  Framsóknarmenn slá þannig alveg nýjan tón við undirbúning síns flokksþings, allar ályktanir eru vandlega ígrundaðar og unnar og fyrir liggur skýr leið til þess að ná markmiðunum.  Mættu fleiri flokkar taka það sér til fyrirmyndar. 

Athygliverðar tillögur sem finna má í ályktanadrögunum;

Ráðherrar gegni ekki jafnframt þingmennsku og í auknum mæli verði leitað út fyrir þingflokka þegar kemur að vali ráðherraefna.

Breytingar á kosningalöggjöfinni og tryggja persónukjör og vægi kjósenda við röðun á lista og fjölga kjördæmum til að skapa meiri nálægð milli kjörinna fulltrúa og kjósenda.

Hluta LÍN lána verði breytt í styrki, ljúki námi á tilskildum tíma.

Að auðlindir landsins verði í þjóðareigu.

Heimavinnsla afurða úr hráefnum landbúnaðarins verði efld verulega m.a. með því að endurvekja og viðhalda gömlum framleiðsluháttum og verkþekkingu.

Skilgreina lágmarksframfærslu og hækka frítekjumarkið upp í hana auk þess að taka upp einstaklingsbudninn persónuafslátt, sem einfaldar verulega skattkerfið.

Tryggja að allir landsmenn búi við sambærileg lífeyrisréttindi og afnema sérréttindi þingmanna.

Tryggja jafnan rétt karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins m.a. með lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði og sáttmála aðila vinnumarkaðarins og opinberra aðila um aðgerðir gegn kynbundnum launamun.

Raunveruleg samkeppni í íbúðalánum verði viðhaldið með áframhaldandi tilvist opinberrar lánastofnunar og tryggi lánveitingar til allra landsmanna. Fyrstu skref til að ná þessu markmiði er tafarlaust afnám tengingar íbúðalána við brunabótamat og að lánsfjárhæðir taki mið af raunverulegu verði hóflegra íbúða.

Af www.framsokn.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband