Auđlindaákvćđi í stjórnarskrá

Stjórnarandstađan gengur á bak orđa sinna og svíkur allar yfirlýsingar sínar, undir ábyrgđarlausri forystu Össurar Skarphéđinssonar.   Niđurlćging stjórnarandstćđinga er alger, eftir ađ ţeir snúast gegn eigin orđum og tilbođum og koma í veg fyrir ađ vilji ţjóđarinnar nái fram ađ ganga.   Ţessi sneypa stjórnarandstćđinga verđur í minnum höfđ.   Tillaga formanna stjórnarflokkanna um ţjóđareign á auđlindum hefur veriđ kynnt og rćdd og sérstök ţingnefnd hefur fjallađ um hana. Fulltrúar stjórnarflokkanna hafa lokiđ ţessum áfanga međ sérstakri bókun.   Afstađa Framsóknarmanna er afdráttarlaus:  
  • viđ viljum ţjóđareign á auđlindum Íslands, ţannig ađ öllu hugsanlegu eignartilkalli annarra ađila sé hafnađ og hnekkt í eitt skipti fyrir öll;
  • viđ viljum ađ nýtingarheimildir hafi áfram óbreytta stöđu, ţannig ađ ţćr verđi ekki háđar beinum eignarrétti heldur verđi áfram afturkrćfur afnotaréttur;
  • viđ viljum eyđa réttaróvissu um ţessi málefni.

  Fram hefur komiđ ađ tveir ţriđjungar ţjóđarinnar styđja ţessi sjónarmiđ.   Stjórnarandstađan bauđ samstarf á fjölmiđlafundi 5. mars sl. og sagđi nćgan tíma til ađ ljúka málinu sameiginlega.   Tillaga formanna stjórnarflokkanna samrýmist tilbođi stjórnarandstöđunnar.   Stjórnarflokkarnir lýstu vilja til ađ ná sátt og almennri samstöđu um máliđ.   Í međferđ málsins hefur komiđ berlega í ljós ađ stjórnarandstađan stendur ekki viđ orđ sín. Stjórnarandstćđingar vilja nota stjórnarskrármáliđ sem pólitískt bitbein í málţófi.   Nú er fullreynt ađ stjórnarandstađan hefur gengiđ á bak orđa sinna.   Ţađ er ekki markmiđ stjórnarflokkanna ađ knýja fram stjórnarskrárbreytingu í stórdeilum.   Ţess vegna verđur nú gengiđ til afgreiđslu annarra ţingmála.   Framsóknarmenn leggja enn sem fyrr ţunga áherslu á auđlindamáliđ og harma ađ afstađa stjórnarandstöđunnar kemur í veg fyrir fullnađarafgreiđslu málsins á ţessu ţingi.

Af www.framsokn.is


mbl.is Segja stjórnarflokkana hafa ćtlađ ađ nota stjórnarandstöđu sem blóraböggul
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband